Fallbrautin - Binni

Brynjólfur er einn af oss 🙏 Hann fer hér yfir það með mér hvernig alkinn þróaðist í persónu sem hann kunni ekki við. Smá saman fór hegðun hans að breytast og áður en hann vissi af var neyslan stjórnlaus með öllum einkennum sem henni fylgir. Hann byrjar líf í bata en það líf gekk ekki áfallalaust fyrir sig. Baráttan við það að vera edrú án vinnu við edrúmennskuna er hans svokallaða fallbraut. Binni fer yfir föllin með mér og það hvernig hverju fallinu fylgdi nýr lærdómur sem hann heldur í í hans góða bata í dag. Hann er núna vel tengdur ölkum í góðum bata og tekur einn dag í einu, þakklátur fyrir litlu sigrana sem vinna til baka brotið traust. Ég er ríkari eftir spjall mitt við hann Binna 🙏Guð gefi mér æðruleysi, til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,kjark til að breyta því sem ég get breytt, og vit til að greina þar á milli 🙏

Om Podcasten

Hugsunin á bak við þetta hlaðvarp ( Podcast ) er að ræða alkóhólismann og öllum þeim ólíku vinklum sem honum tengist. Sjálfur er ég alkóhólisti sem tók minn síðasta drykk árið 2009. Ég er alls ekki sérfræðingur um sjúkdóminn en ég þekki af eigin reynslu hversu öflugur og lævís þessi sjúkdómur er. Af þessari reynslu hef ég lært að þekkja muninn á góðum bata og slæmum bata. Í þessum þáttum sest ég niður með sjálfum mér og öðrum, spjalla um sjúkdóminn og allt það sem honum fylgir. Stóra markmiðið er að aðrir alkóhólistar/fíklar og aðstandendur finni hér einhverja tengingu sem gæti hjálpað.