Eymd er valkostur - Óskar

Gestur minn þessa vikuna er Óskar Guðlaugsson Hammer. Óskar fer með mér yfir sína sögu sem er þyrnum stráð. Neysla sem byrjar snemma og þróast hratt er taktur sem við könnumst orðið vel við hér í Skrauti Bakkusar. Fallbrautin sem endar í falli, leiðin nánast niður til heljar og aftur til baka. Óskar fer á auðmjúkan, heiðarlegan hátt í gegnum þetta allt með mér. Óskar segir okkur frá því hvernig hann fann á endanum hinn heilaga veg í góðan bata en það tók góðan tíma að finna leiðina.Mjög einlægt og heiðarlegt spjall við alkóhólista í bata sem vonar það eitt að saga hans hjálpi öðrum. Óskar er einn af oss 🙏Guð gefi mér æðruleysi, til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,kjark til að breyta því sem ég get breytt, og vit til að greina þar á milli 🙏

Om Podcasten

Hugsunin á bak við þetta hlaðvarp ( Podcast ) er að ræða alkóhólismann og öllum þeim ólíku vinklum sem honum tengist. Sjálfur er ég alkóhólisti sem tók minn síðasta drykk árið 2009. Ég er alls ekki sérfræðingur um sjúkdóminn en ég þekki af eigin reynslu hversu öflugur og lævís þessi sjúkdómur er. Af þessari reynslu hef ég lært að þekkja muninn á góðum bata og slæmum bata. Í þessum þáttum sest ég niður með sjálfum mér og öðrum, spjalla um sjúkdóminn og allt það sem honum fylgir. Stóra markmiðið er að aðrir alkóhólistar/fíklar og aðstandendur finni hér einhverja tengingu sem gæti hjálpað.