3. þáttur: Komiði blessuð og sæl
Skeggi - Ein Podcast von RÚV
Kategorien:
Í þriðja þætti er rætt við Óttar Guðmundsson geðlækni sem lítur á Skeggja sem sinn besta kennara á öllum hans námsárum. Elín Bára Cooper segir frá tveimur atvikum sem hún segir vitna til um hina myrku hlið Skeggja sem kennara í Lauganesskóla. Það gerir Grímur Rúnar Friðgerisson fyrrverandi nemandi í Lauganesskóla líka. Rætt er við Hjört Pálsson, sem var dagskrárstjóri útvarpsins á árum áður, um útvarpsmanninn Skeggja. Kristín Ólafsdóttir, systir Páls Björgvins Ólafssonar sem Skeggi skirfaði minningargrein um, segir frá dauða bróður síns sem var bráðkvaddur á skólalóðinni. Einnig er rætt við Guðjón Heiðar Jónsson, eiginmann Kristínar, sem líka var í bekk hjá Skeggja og ber honum góða sögu, að mestu leyti.