Selfoss hlaðvarpið #047 - Besti tími ársins

Selfoss Hlaðvarpið - Ein Podcast von SelfossTV

Selfoss hlaðvarpið unir sér ekki hvíldar þegar handboltinn er kominn á business enda tímabilsins. Frídagur verkalýðsins, 1. maí var Arnari Helga engin fyrirstaða til að setjast niður með góðum gestum til að fara yfir stöðu mála í úrslitakeppninni í Olísdeild karla. Í smiðju stúdíóinu í dag voru mættir tveir leikmenn, Fyrirliðinn Hergeir Grímsson og gleðigjafinn Richard Sæþór Sigurðsson. Með þeim fengum við svo í fyrsta sinn Gísla Guðjónsson, bæjarmála frambjóðanda, hestamann, en í dag fyrst og síðast stuðningsmaður Selfoss. Strákarnir fóru vel yfir þetta svakalega einvígi sem Selfossliðið fór í gegnum á móti FH, eitt besta 8-liða úrslitaeinvígi í talsverðan tíma. Einvígið sem framundan er á móti Val og svo aðeins um handboltann almennt. Úrslitaeinvígi Selfoss og Vals: 1. leikur - Origo höllin | mán, 2. maí kl 19.30 2. leikur - Set höllin | fim, 5. maí kl 19.30 3. leikur - Origo höllin | sun, 8. maí kl 19.30 4. leikur - Set höllin | mið, 11. maí kl 19.30 5. leikur - Origo höllin | fös, 13. maí kl 19.30 Miðasala á alla leikina á Stubbi! Upphafsstef: Sælan, Skítamórall Lokalag: Enn þá, Skítamórall