Selfoss hlaðvarpið #038 - Sumarið er tíminn!

Selfoss Hlaðvarpið - Ein Podcast von SelfossTV

Fótboltasumarið er að hefjast og til að fagna því fékk Már Ingólfur góða gesti með sér að hljóðnemunum. Þá Ingimar Helga Finnsson, betur þekktur sem Litla Flugvél og Einar Karl Þórhallsson sem hefur verið í kringum fótboltan á Selfossi frá barnsaldri. Í Kaffi Krúsar stúdíóinu hituðu menn upp fyrir fótboltasumarið bæði hjá stelpunum og strákunum. Hverjir eru farnir, hverjir eru komnir og hverjir eru líklegir til að stíga upp? Hvaða sögulínum eigum við að vera að fylgjast sérstaklega með? Verður JÁ-Verk völlurinn fallegur? Þetta síðasta segir sig auðvitað sjálft, en hlustið samt til að fá staðfestingu á því sem þið vitið nú þegar. Upphafsstef: Sælan, Skítamórall Lokalag: Gírinn, Doctor Victor, Ingó Veðurguð og Gummi Tóta