Selfoss hlaðvarpið #031 - Samherji Samherja

Selfoss Hlaðvarpið - Ein Podcast von SelfossTV

Handboltinn er í pásu, en það eru þó blikur á lofti um að hann gæti farið af stað um miðjan nóvember. Arnar Helgi fékk til sín hornamanninn knáa Þóri Ólafsson, Hólmar "H2" Höskuldsson og Guðmund Hólmar Helgason leikmann meistaraflokks karla og nýjasta stjarnan á Selfossi. Nýja Kaffi krúsarstúdíóið er að taka á sig mynd og þar er ekkert verið að slaka á. Á Krúsinni minnum við svo á California Club og góði osturinn er kominn aftur á turnborgarann! Þeir fóru yfir síðustu vikur fyrir þetta Covid-hlé og spáðu í spilin. Hvernig gengur Halldóri Jóhanni að setja sitt handbragð á liðið? Haukur Þrastar þarf ekkert númer þegar hann fer á Vor og góðar bransasögur fyrir allan peninginn. Upphafsstef: Sælan, Skítamórall Lokalag: The Wicker Man, Iron Maiden