Selfoss hlaðvarpið #030 - Tár, bros og lakkskór

Selfoss Hlaðvarpið - Ein Podcast von SelfossTV

Fótboltasumarið er í besta falli á lokametrunum og ekki útilokað að því sé lokið. Már Ingólfur Máson hélt um stjórnartaumana þegar tveir af stærstu leikmönnum Selfoss mættu í Kaffi Krúsar stúdíóið. Sævar Þór Gíslason þarf varla að kynna fyrir knattspyrnuáhugafólki á Íslandi, en hann var grimmur fyrir framan mörk andstæðinganna. Í dag er hann öflugri utanvallar og er meðal annars í stjórn knattspyrnudeildarinnar. Guðmundur Karl Sigurdórsson á ekki eins glæstan feril innanvallar, en þeim mun öflugri á hliðarlínunni. Prímusmótor í gegnum árin bæði hjá Selfoss og Árborg, fjölmiðlajöfur og bara drengur góður. Strákarnir fóru yfir stöðu mála hjá fótboltaliðunum okkar. En það verður varla gert án þess að fara yfir stöðu mála í þjóðfélaginu. Auðvitað spáir Már í fortíðinni og strákarnir spá í framtíðinni. Annars kemur allskonar við sögu: Notaðir jepplingar, sælkerabræður, þjálfarinn á lakkskónum og millumerkið #gummaheim. Selfoss hlaðvarpið tekur undir það, við viljum Gummu heim! Upphafsstef: Sælan, Skítamórall Lokalag: Veiðistöng, OFL