Selfoss hlaðvarpið #027 - Allir tilbúnir að slást í 2. deildinni
Selfoss Hlaðvarpið - Ein Podcast von SelfossTV
Fótboltasumarið er komið vel af stað og ekki seinna vænna en að fara yfir veturinn og upphaf tímabilsins hjá strákunum. Már Ingólfur Másson tók til sín stjórnartaumana í þætti dagsins og fékk tvo þrælgóða gesti, en þeir Ingi Rafn Ingibergsson nýorðinn fyrrverandi leikmann Selfossliðsins og Einar Ottó Antonsson aðstoðarþjálfari strákanna. Við rétt eins og gestir okkar höldum áfram að gleðjast yfir því að Krúsin sé kominn á fullan snúning eftir endurbætur á eldhúsinu og minnum við á að hægt er að bæta kjúkling eða nautahakki út á Krúsar Nachosið, hax sem vill gleymast. Strákarnir fóru yfir undirbúningstímabilið og breytingar á hópnum og stöðuna á leikmönnum sem lítið sem ekkert hafa komið við sögu í upphafi tímabils. Hverjir eru líklegir til að verða nýjar hetjur og hvernig horfir liðið á sumarið. Einnig fóru menn létt yfir þessa leiki sem eru búnir og næstu viðureignir skoðaðar. Upphafsstef: Sælan, Skítamórall Lokalag: Love me like you elskar mig, Hölt Hóra