Selfoss hlaðvarpið #025 - Spurningakeppni Selfoss hlaðvarpsins, stúlkur

Selfoss Hlaðvarpið - Ein Podcast von SelfossTV

Þá er komið að seinni þætti spurningakeppni Selfoss hlaðvarpsins þar sem mætast fulltrúar meistaraflokka Selfoss í fót- og handbolta. Í þessum seinni þætti mætast fulltrúar meistaraflokka kvenna. Arnar Helgi er að vanda við stjórnvölinn og til leiks mættu fótboltakonan Þóra Jónsdóttir og handboltakonan Agnes Sigurðardóttir. Kaffi krúsar stúdíóið var ögn rykfallið, enda miklar framkvæmdir á Krúsinni og lokað næstu eina og hálfa vikuna. Það skyldi þó engann örvænta þar sem Vor hefur aftur tekið upp sinn hefðbundna opnunartíma, en sigurvegarar spurningakeppninnar fengu ljúfenga sushi veislu að launum. Nú fer svo að styttast í að fótboltinn fari að rúlla og Selfoss hlaðvarpið er byrjað að undirbúa upphitun fyrir fótboltasumarið. Upphafsstef: Sælan, Skítamórall Lokalag: Farinn, Skítamórall