Selfoss hlaðvarpið #024 - Spurningakeppni Selfoss hlaðvarpsins, drengir
Selfoss Hlaðvarpið - Ein Podcast von SelfossTV
Selfoss hlaðvarpið ákvað að hræra í létta spurningakeppni á milli meistaraflokka Selfoss í fót- og handbolta. Í þessum fyrri þætti af tveim mætast fulltrúar meistaraflokka karla. Arnar Helgi er að vanda við stjórnvölinn og til leiks mættu fótboltamaðurinn Þorkell Ingi Sigurðsson og handboltamaðurinn Alexander Már Egan. Líf og fjör í Kaffi krúsar stúdíóinu eins og fyrri daginn, en þetta snýst auðvitað fyrst og síðast um að hafa gaman. Það kom upp smávæg skekkja í stigatöflunni snemma, en það hafði á endanum ekki úrslitaáhrif og réttur sigurvegari krýndur í lokin. Í næsta þætti mætast svo fulltrúar meistaraflokka kvenna. Upphafsstef: Sælan, Skítamórall Lokalag: Valentine Lost - Eiríkur Hauksson