Selfoss hlaðvarpið #023 – Handboltatímabilið blásið af

Selfoss Hlaðvarpið - Ein Podcast von SelfossTV

Ritstjórn Selfoss hlaðvarpsins kallaði til krísufundar eftir að tilkynnt var að handboltatímabilinu hefði verið slaufað og ljóst hvernig leyst yrði úr öllum deildum. Tveggja metra reglan var tekin skrefi lengra og dró Arnar Helgi fram rauða símann í Kaffi Krúsarstúdíóinu og hringdi um borg og bí. Fyrsti viðmælandinn var Þórir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Selfoss, annar var Örn Þrastarson þjálfari meistaraflokks kvenna, þriðji var Nökkvi Dan Elliðason leikmaður meistaraflokks Selfoss og að lokum heyrum við í Grími Hergeirssyni, þjálfara meistaraflokks karla. Þeir fóru yfir þessa niðurstöðu og hvernig úrlausn deidarkeppninnar fer með liðin okkar. Formaðurinn fór nokkrum orðum um tekjumissinn af þessum lokakafla deildar og úrslitakeppni, en engan bilbug var þó á honum að finna. Nökkvi segir okkur frá lífinu með Covid-19, en það virðist innihalda töluvert háskólanám á svefnlofti í sumarbústað. Upphafsstef: Sælan, Skítamórall Lokalag: School‘s out, Alice Cooper