Selfoss hlaðvarpið #022 - Atvinnumennirnir okkar í Danaveldi

Selfoss Hlaðvarpið - Ein Podcast von SelfossTV

Það voru engar smá fallbyssur sem Arnar helgi fékk í Kaffi Krúsar stúdíóið. Tveir lykilmenn í toppliðum dönsku úrvalsdeildarinnar sem og íslenska landsliðsins, Selfyssingarnir Janus Daði Smárason sem leikur með Álaborg og Elvar Örn Jónsson sem leikur með Skern. Strákarnir dásömuðu pizzurnar á Krúsinni og það er óhætt að taka undir það. Þessa dagana er verið að bjóða upp á heimsendingu frá kl. 17-20 og mun Selfoss hlaðvarpið nýta sér það! Staðan í heiminum var rætt beint og óbeint, enda hefðu gestirnir báðir verið á fullu í dönsku deildinni í eðlilegu árferði. Strákarnir fóru yfir hvað gæti gerst í handboltaheiminum næstu vikur, spjölluðu aðeins um Selfoss, fóru yfir tímabilin sín í vetur og svo auðvitað landsliðið. Upphafsstef: Sælan, Skítamórall Lokalag: Í kvöld er gigg, Ingó Tóta