Selfoss hlaðvarpið #021 - Erfiðast að þjálfa þessa 20 cm á milli eyrnanna

Selfoss Hlaðvarpið - Ein Podcast von SelfossTV

Kveikt var á kertum og ný sending af gestum tekin upp í Kaffikrúsarstúdíóinu strax eftir stórleik Selfoss og Hauka sem endaði ekkert allt of vel fyrir okkar menn. Arnar Helgi tók á móti Gísla Rúnari Guðmundssyni, markmannsþjálfara Selfoss, Einari Sverrissyni stórskyttu og Gísla Felix Bjarnasyni, goðsögn í lifandi lífi. Þeir töluðu vitanlega um leikinn sem þá var nýlokið, fóru yfir sýn markmannsþjálfarans á starfinu, skoðuðu stöðu liðanna þriggja, mfl. karla, kvenna og u-liðiðsins. Óhjákvæmilega veltu þeir vöngum yfir heimsmálunum og þeim faraldri sem gengur nú yfir. Við vitum meira í dag en þeir vissu í gær, en búið er að fresta öllum leikjum á vegum HSÍ þar til samkomubann almannavarna lýkur. Upphafsstef: Sælan, Skítamórall Lokalag: Sólin er komin, Mugison