Selfoss hlaðvarpið #019 - Línumannafélagið heldur aga á ungu leikmönnunum
Selfoss Hlaðvarpið - Ein Podcast von SelfossTV
Nýtt ár, nýtt upphaf. Selfoss hlaðvarpið er loks risið úr dvala eftir jól og EM. Arnar Helgi fékk þrjá fróða tappa með sér í Kaffi Krúsar-stúdíóið. Þar má fyrstan nefna Atli Ævar Ingólfsson, sem sumir segja besta línumann landsins. Með honum komu fastagestirnir Þórir Ólafsson, betur þekktur sem hornamaðurinn knái og Gísli Felix Bjarnason, grunnskólakennari, goðsögn og gangandi alfræðiorðabók um handbolta. Selfoss hlaðvarpið er ákveðið í að mæta á Kaffi Krús á sunnudaginn og taka leikdags-kjúklingapasta fyrir leikinn hjá stelpunum um kvöldið. Atli Ævar er aðdáandi pizzunar á Krúsinni og talaði um að hann væri að rúlla í gegnum matseðilinn. Strákarnir töluðu um framistöðu Selfyssinganna okkar á EM, þjálfaramálin sem eru aftur eru komin í brennidepilinn, meistaraflokkana okkar þrjá og Atli Ævar svaraði nokkrum spurningum dyggra aðdáenda.