Selfoss hlaðvarpið #018 - Kom ég ekki í janúar?!?
Selfoss Hlaðvarpið - Ein Podcast von SelfossTV
Nú þegar liða fer að Jólum fannst okkur tilvalið að fara yfir málin með góðum gestum, en það er nákvæmlega það sem Arnar Helgi gerði. Í Kaffi Krúsar-stúdíóið mættu þeir Nökkvi Dan Elliðason, Örn Þrastarson og Gísli Felix Bjarnason. Eðal drengir sem ekki þarf að draga orðin upp úr þegar kemur að því að tala um handbolta. Selfoss hlaðvarpið mælir eindregið með því að fólk njóti aðventunnar og skelli sér á Kaffi Krús, en þar eru tveir Jólaréttir í boði þessa dagana. Annars vegar Jóladiskur, sem er nánast jólahlaðborð á einum disk. Hins vegar Hreindýraborgari, sem er einn sá girnilegasti sem sést hefur á Instagram. Farið var yfir síðustu leiki strákanna og stelpnanna okkar. Stigasöfnunin skoðuð og auðvitað var spáð í framtíðina. Nökkvi kom með stærðfræðilega nálgun. Landsliðshópurinn skoðaður og Gumma Gumm gefin góð ráð. Annað sem Selfoss hlaðvarpið mælir með er Sofballmót Selfoss. Það verður haldið í Hleðsluhöllinni 18. janúar og er öllum opið, 16 ára og eldri. Skráning er hjá [email protected] sem og hjá Atla Kristins. Hvetjum alla til að taka þátt, konur og karla, vinahópa, vinnustaði, árganga ofl. Þrátt fyrir það sem fram kemur í þættinum er áherslan á gleðina og er þetta eitthvað sem allir eiga að ráða við. Það er jú gaman í handbolta! Upphafsstef: Sælan, Skítamórall Lokalag: Fyrir jó, Björgvin Halldórsson og Svala Björgvins