Selfoss hlaðvarpið #017 - Kjúklingarnir stíga upp

Selfoss Hlaðvarpið - Ein Podcast von SelfossTV

Það er allt of langt um liðið frá síðasta alvöru handboltaþætti og því höfðu gestir Arnars Helga um margt að tala. Gestir hans í dag voru Magnús Öder Einarsson leikmaður meistaraflokks karla, Árni Geir Hilmarsson þjálfari U-liðsins og aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna og síðastur en ekki sístur Þórir Ólafsson fyrrverandi aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla og núverandi spekingur Selfoss hlaðvarpsins. Búið var að keyra jólaljósin í gang í Kaffi Krúsarstúdíóinu, enda jólaljósin kveikt á Selfossi í dag. Jólabjórinn er dottinn á krana á Krúsinni og fer ljómandi vel með bæði pizzu og borgara. Farið var yfir síðustu mánuði heildstætt hjá öllum liðum, velt vöngum yfir því hvernig hægt sé að bregðast við nýuppkomnum meiðslum Árna Steins. Létt umræða um ungu strákana sem eru að fá fyrstu alvöru tækifærin sín. Eru einhverjar lausnir á því að Haukur sé óvænt tekinn úr umferð? Eru stelpurnar okkar á leiðinni upp um deild? Af hverju er Maggi ekki á leiðinni á EM? Leikir liða Selfoss fram að áramótum verða: Mfl. karla: Sun 24. nóv 18:00 Fjölnir - Selfoss Mán 2. des 19:30 Selfoss - FH Lau 7. des 16:00 ÍR - Selfoss Mán 16. des 19:30 Selfoss - Valur Mfl. kvenna Sun 1. des 19:30 Selfoss - Stjarnan U Lau 7. des 16:30 Fram U - Selfoss U-liðið Lau 23. nóv 16:00 Selfoss U - Þór U Mán 25. nóv 20:15 Fram U - Selfoss U Fös 13. des 19:30 Selfoss U - Kría Upphafsstef: Sælan, Skítamórall Lokalag: Ostatnia nocka, Yugopolis & Maciej Maleńczuk