Selfoss hlaðvarpið #014 - Evrópa kallar, moli frá Malmö
Selfoss Hlaðvarpið - Ein Podcast von SelfossTV
Handboltinn er kominn á fulla ferð og nú standa strákarnir í ströngu í Evrópu. En þeir eru nú staddir í Malmö þar sem þeir eiga leik fyrri leik í 2. umferð EHF Cup. Krakkarnir á SelfossTV eltu auðvitað liðið til Svíþjóðar og náði Arnar Helgi að góma nokkra úr liðinu í stutt spjall í lobbýinu á hótelinu. En það voru að stoðarþjálfarinn Örn Þrastarson, fyrirliðinn Hergeir Grímsson, lífsþjálfarinn Nökkvi Dan Elliðason. Þeir fóru yfir ferðalagið, leikinn sem þeir voru á leiðinni í og við hverju búast megi við af sænska liðinu. Einnig var talað um álagið sem framundan er og að lokum biðluðu þeir til Selfyssku þjóðarinnar að mæta í Hleðsluhölllina þegar Malmö kemur í heimsókn á laugardaginn næsta. Næstu leikir hjá Selfossliðunum eru: Mfl. karla: Malmö - Selfoss Laugardagur 5. okt kl. 14:00 Baltiska Hallen Mfl. karla: ÍBV - Selfoss Miðvikudagur 9. okt kl. 18:30 Vestmannaeyjar Mfl. kvenna: ÍR - Selfoss Föstudagur 11. okt kl. 19:15 Austurberg Mfl. karla: Selfoss - Malmö Laugardagur 12. okt kl. 12. okt kl. 18:00 Hleðsluhöllin Upphafsstef: Sælan, Skítamórall Lokalag: Winner takes it all, Abba