Selfoss hlaðvarpið #013 - Handboltinn er farinn að rúlla!
Selfoss Hlaðvarpið - Ein Podcast von SelfossTV
Handboltinn er farinn í gang, loksins segja sumir og þar á meðal viðmælendur Arnars Helga í þessum þætti. Að þessu sinni mættu í hljóðverið þeir Einar Sverrisson, stórskytta á batavegi, Þórir Ólafsson, hornamaðurinn knái og fyrrverandi aðstoðarþjálfari mfl. karla og kvenna og Hólmar Höskuldsson, fjölmiðlamaður á Vísi og eitraður línumaður U-liðs Selfoss. Arnar kom beint af Kaffi Krús í Kaffi Krúsar-stúdíóið og var því eðlilega í góðum gír. Við lifum enn eftir því sem Kolbeinn kafteinn kenndi okkur í síðasta þætti, win or lose, go to Kaffi Krús. Fyrstu leikir tímabilsins hjá strákunum og stelpunum voru gerðir upp. Farið yfir breytingar á leimannahópunum og hreyfingar í þjálfaraliðinu. Spárnar skoðaðar og gerð tilraun til að rýna í framtíðina. Spurningum eins og "hvað tekur Magnús Öder í bekk?" varpað fram en ekki svarað, en það þarf að velta þessum steinum! Næstu leikir hjá Selfossliðunum eru: Mfl. kvenna: Víkingur - Selfoss Föstudagur 20. sept kl. 19:30 Víkin Mfl. karla: Valur - Selfoss Laugardagur 21. sept kl. 20:15 Origohöllin á Hlíðarenda Upphafsstef: Sælan, Skítamórall Lokalag: Kenya, Ingó Tóta