Selfoss hlaðvarpið #012 - Tíu ár frá fyrsta úrvalsdeildarsætinu
Selfoss Hlaðvarpið - Ein Podcast von SelfossTV
Það var vinaleg yfirtaka í Kaffi Krúsar stúdíóinu að þessu sinni, en þeir félagar Einar Matthías Kristjánsson og Már Ingólfur Másson sáu um þessa hátíðarútgáfu af Selfoss hlaðvarpinu í tilefni af því að 10 ár eru liðin frá því að Selfoss komst í deild þeirra bestu. Með þeim í hljóðverið mættu þeir Jón Steindór Sveinsson fyrirliði Selfoss sumarið 2009 og núverandi formaður knattspyrnudeildar Selfoss og Gunnlaugur Jónsson þjálfari Selfossliðsins sumarið 2009. Kaffi Krúsar stúdíóið var lofaði í hástert og þökkum við fyrir það og tökum við keflinu að blása lífi í gamla slagorðið: "Win or lose, go to Kaffi Krús!" Strákarnir fóru yfir bakgrunn hópsins sem lék með Selfoss þetta frábæra sumar. Því næst var farið ítarlega yfir tímabilið og skemmtilegar sögur rifjaðar upp og ekki var hægt að sleppa því að ræða um vistaskipti Gulla í lok tímabils. Óhemju góð upprifjun á einu skemmtilegasta tímabili í manna minnum. P.S. Vegna tæknilegra örðugleika þá hljómar Jón Steindór ekki eins vel og til stóð, en eigum við ekki að segja að því hafi verið bjargað í horn. Upphafsstef: Sælan, Skítamórall Lokalag: Manstu, Hjálmar (2009)