Selfoss hlaðvarpið #011 - Skemmtilegasta vika ársins
Selfoss Hlaðvarpið - Ein Podcast von SelfossTV
Hápunktur fótboltasumarsins á Selfossi verður um næstu helgi þegar meistaraflokkur kvenna leikur til úrslita í Bikarkeppni KSÍ gegn KR. Arnar Helgi fékk frábæra gesti í Kaffi Krúsarstúdíóið þetta ágústkvöld. En þau Alfreð Elías Jóhannsson þjálfari og Hólmfríður Magnúsdóttir leikmaður og reynslubolti Selfossliðsins mættu í létt spjall yfir kaffibolla. Þemað í þessu spjalli var auðvitað bikarúrslit. En einnig fóru gestirnir aðeins yfir gengið í deildinni í sumar. Fríða talaði um aðkomu sína að Selfossliðinu og hlutverk. Selfoss hlaðvarpið hvetur Sunnlendinga alla til að mæta á bikarúrslitaleikinn sem fram fer á Laugardalsvelli á laugardaginn 17. ágúst kl. 17:00. Stuðningsfólk Selfoss ætlar að hita upp fyrir leikinn á Hótel Selfossi frá kl. 13:00 og þaðan fara sætaferðir kl. 15:00. Áfram Selfoss!! Upphafsstef: Sælan, Skítamórall Lokalag: Selfoss er, Sniglabandið