Selfoss hlaðvarpið #010 - Nýr þjálfari horfir inn á við

Selfoss Hlaðvarpið - Ein Podcast von SelfossTV

Handboltinn er búinn að vera í sumarfríi frá maílokum, en þó er eitt og annað búið að vera í gangi. Þar ber auðvitað hæst ráðning á nýjum þjálfara meistaraflokk karla. Arnar Helgi fékk til sín þjálfarann nýráðna, Grím Hergeirsson og hans hægri hönd Örn Þrastarson. Alvöru byssur í Kaffi Krúsar stúdíóinu þessa kvöldstund. Farið var yfir þessar vikur sem liðið hafa frá Íslandsmeistaratitlinum. Farið yfir aðdraganda ráðningarinnar og gaman að heyra Grím fara yfir það hvernig hann sér hlutina. Örn talar um sitt nýja hlutverk og um markmiðasetningu fyrir meistaraflokk kvenna. Þeir tala aðeins um Evrópukeppnina og umræðuna í kringum Hauk Þrastar og U21. Arnar fékk þá svo til að tala um leikmannamál og fara yfir teymið, leynist kannski sprengja í þættinum? Ef til vil talað um einhvern svaka player? Upphafsstef: Sælan, Skítamórall Lokalag: Selfoss, GusGus