Selfoss hlaðvarpið #009 - Þetta sumar er okkar
Selfoss Hlaðvarpið - Ein Podcast von SelfossTV
Fótboltasumarið er komið á fulla ferð og eru bæði stelpurnar og strákarnir búin með fyrsta hluta sinna móta. Því þótti Arnari tilvalið að fá svoltið af fótboltafólki í spjall. Í Kaffi Krúsar stúdíóinu þetta fallega júníkvöld komu til okkar Már Ingólfur Másson, kennari, sagnfræðingur, vallarþulur og stuðningsmaður Selfoss til áratuga, Eva Lind Elíasdóttir leikmaður meistaraflokks kvenna og Ingi Rafn Ingibergsson leikmaður meistaraflokks karla og starfsmaður knattspyrnudeildar. Auðvitað var farið yfir byrjun beggja liða og horft í bollann og spáð í framtíðina. Vinna strákarnir 2. deildina, verða stelpurar bikarmeistarar. Viðmælendur Arnars vildu ekki útiloka neitt. Upphafsstef: Sælan, Skítamórall Lokalag: Sumargleðin, Doctor Victor, Ingó Veðurguð & Gummi Tóta