Selfoss hlaðvarpið #007 - This is Where We Stand

Selfoss Hlaðvarpið - Ein Podcast von SelfossTV

Í þessum þætti fékk Arnar Helgi til sín þrjá góða gesti. Þórir Ólafsson, annar af aðstoðarþjálfurum meistaraflokks karla og kvenna, Helgi Hlynsson, þjálfari Íslandsmeistara 4. flokks Selfoss og fyrrverandi markvörður meistaraflokks og Árni Geir Hilmarsson fyrrverandi leikmaður meistaraflokks. Það var létt yfir mannskapnum í Kaffi Krúsar stúdíóinu eftir ótrúleg tíðindi sem borist hafa, en California Club er mættur á matseðil eftir ákall Selfoss Hlaðvarpsins! Þeir félagar gerðu upp leikina þrjá við Val í undanúrslitum. Arnar fékk Þóri til að segja okkur frá nálgun þjálfarateymisins á það einvígi. Hitt undanúrslitaeinvígið rætt og spáð í úrslitarimmuna. Fyrir þolinmóða er svo glaðningur í lok þáttar! Upphafsstef: Sælan, Skítamórall Lokalag: Raunsæ rómantík, Elín Helena