Selfoss hlaðvarpið #006 - Túlípani að vori

Selfoss Hlaðvarpið - Ein Podcast von SelfossTV

Það bar vel í veiði hjá Arnari Helga þessa vikuna, en hann fékk tvo stórgóða gesti til sín að tala um handbolta. Það voru þeir Hannes, ég meina Hólmar Höskuldsson sem meðal annars hefur verið á línunni hjá Selfoss U í vetur og með honum mætti enginn annar en Einar Sverrisson, stórskytta í meistaraflokki karla. Strákunum var ekki gefinn kostur á að tjá sig um eftirlætisrétti sína á Kaffi Krús, en ef við getum í eyðurnar þá hefur ákallið um Kaliforía Club samlokuna vaxið fiskur um hrygg. Saman gerðu þeir upp eivígi Selfoss og ÍR sem varð æsilegra en marga hefði grunað. En einnig var farið létt yfir önnur einvígi og spáð í spilin fyrir undanúrslit. Einar sagði söguna í kringum meiðslin sem hann er að berjast við og strákarnir spá í spilin varðandi skólagöngu Hauks Þrastar. Þeir gerðu tilraun til að afgreiða þjálfararáðningu og töluðu aðeins um núverandi þjálfara liðsins, heilagan Patrek. Úrslitarimma Selfoss og Vals mun hefjast í Hleðsluhöllinni þriðjudaginn 30. apríl kl 20:15. Við verðum öll þar og hvetjum ykkur hlustendur góðir að missa ekki af þessu. Leikur 2 - Föstudag 3. maí kl. 19:30 Hlíðarendi Leikur 3 - Mánudagur 6. maí kl. 19:30 Hleðsluhöllin Lekur 4 - Fimmtudagur 9. Maí kl. 19:30 Hliðarendi* Leikur 5 - Laugardag 11. Maí kl. 20:00 Hleðsluhöllin* (óstaðfestir tímar, *ef með þarf) Upphafsstef: Sælan, Skítamórall Lokalag: Hola í höggi, Gummi Tóta