Selfoss hlaðvarpið #003 - Bjartasta vonin
Selfoss Hlaðvarpið - Ein Podcast von SelfossTV
Í þessum þriðja þætti Selfoss hlaðvarpsins fékk Arnar Helgi Magnússon til sín þrjá góða gesti í Kaffi Krúsar stúdíóið. Örn Þrastarson, þjálfara meistaraflokks kvenna, nokkura annara liða Selfoss og kennara í handboltaakademíunni, Gísla Felix Bjarnason, grunnskólakennara og goðsögn í lifandi lífi og Árna Þór Grétarsson, skrifstofurafvirkja og starfsman áróðursdeildar Selfoss handbolta. Selfoss hlaðvarpið vill koma sérstökum þökkum á framfæri á Kaffi Krús og við getum með góðri samvisku mælt með svo til öllu sem þar er boðið upp á. Örn ræddi um hvað gekk vel og hvað ekki, hvað gerist næst, hver næsta stórstjarna Selfoss sé og allt um álagið sem því fylgir að vera efnilegasti þjálfari landsins. Olísdeildin var gerð upp með almennari hætti bæði hjá stelpunum og strákunum okkar. Síðustu leikir ræddir og spáð í fyrstu umferð úrslitakeppninar. Spáð í spilin fyrir Landsleikina framundan og teiknað upp hvaða þýðingu þeir hafa. Upphafsstef: Sælan, Skítamórall Lokalag: Sonur Satans, Mánar