Selfoss hlaðvarpið #002 - Vonin verður að veruleika

Selfoss Hlaðvarpið - Ein Podcast von SelfossTV

Arnar Helgi Magnússon fékk góða gesti til að fara yfir stöðu mála og hita upp fyrir stórleik Selfoss og Hauka. Gestir þáttarins voru rándýrir að þessu sinni, Sebastian "Basti knows" Alexandersson og Andri "Krummi" Hallsson. Svona dýrt prógram væri ekki möguleg án stuðnings en þessi þáttur er í boði Red Bull, en kunnugir segja að Red Bull veiti vængi Farið er yfir tíma Basta hjá Selfossi, stöðu mála hjá kvennaliði Selfoss og síðasta leik karlaliðs Selfoss. Hitað vel upp fyrir stórleikinn gegn Haukum, farið yfir ógnir og tækifæri. Allt þetta og meira til með útúrdúrum og bransasögum. Við hvetjum alla til að fjölmenna á leikinn gegn Haukum á Sunnudaginn 24. mars kl 19:30. Og helst að taka fulla upplifun á þetta og mæta í Selið kl 18:00, fá sér borgara skeggræða við annað stuðningsfólk og sjá þjálfarafund. Upphafsstef: Sælan, Skítamórall Lokalag: 1 2 Selfoss, Love Guru