Mikilvægi geðræktar, villt náttúra og 40 ára afmæli Alzheimersamtakanna

Samfélagið - Ein Podcast von RÚV

Podcast artwork

Af hverju ættum við að stunda geðrækt eins og við stundum líkamsrækt? Er hægt að rækta eða styrkja geðið? Við ræðum við Sigrúnu Þóru Sveinsdóttur sérfræðing í geðrækt hjá Embætti landlæknis um geðrækt og fimm leiðir að vellíðan. Stefán Gíslason, umhverfisfræðingur, líkir villtri náttúru við spægipylsu í pistli vikunnar. Alzheimersamtökin fagna fjörutíu ára afmæli í ár og af því tilefni var haldin ráðstefna um liðna helgi. Samfélagið hitti Guðlaug Eyjólfsson, framkvæmdastjóra samtakanna, sem fór yfir sögu samtakanna, og hvað hefur áunnist í baráttunni við Alzheimer í þau 40 ár sem samtökin hafa verið starfandi.