Vondir samningar, baráttuleiðir, hnignun Bretlands og fíklar

Fimmtudagurinn 14. mars Vondir samningar, baráttuleiðir, hnignun Bretlands og fíklar Ragnar Þór Ingólfsson kemur að Rauða borðinu og segir hvers vegna hann er óánægður með samningana sem hann var að undirrita. Hjörtur Hjartarson frá Stjórnarskrárfélaginu, Salvör Gullbrá Þórarinsson frá Félaginu Ísland-Palestína og Guðmundur Hrafn Arngrímsson frá Leigjendasamtökunum ræða um baráttuleiðir sem samtök þeirra nota. Guðmundur Auðunsson hagfræðingur segir okkur frá hrörnun Bretlands. Dagbjört Ósk Steindórsdóttir og Jón K Jacobsen aka Nonni Lobo frá samtök aðstandenda og fíknisjúkra og Gunnar Ingi Valgeirsson, sem heldur úti þáttunum Lífið á biðlista, koma í lokin og ræða stöðu fíkla í samfélaginu.

Om Podcasten

Róttæk samfélagsumræða. Við Rauða borðið er rætt um málefni dagsins, hagsmunamál almennings, samfélagið sem við eigum saman og hvernig við getum byggt það upp á grunni réttlætis, mannvirðingar, jöfnuðar og samkenndar.