Verkó, verðbólga, cóvid, saga og skógur

Fimmtudagurinn 2. mars Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar kemur til okkar á Rauða borðinu og gerir upp árangur af baráttu undanfarinna mánaða. Hvað náðist og hvað ekki. Haukur Már Helgason rithöfundur hefur gagnrýnt værukærð gagnvart cóvid. Við ræðum við hann um ótalin dauðsföll vegna cóvid í fyrra. Við förum síðan yfir Kastljósviðviðtalið við Bjarna Benediktsson frá í gær með hjá Ásgeirs Brynjars Torfasonar sérfræðings í fjármálum. Og höldum áfram að ræða verðbólguna við Ólaf Margeirsson hagfræðing. Auður Þóra Björgúlfsdóttir formaður Félags sögukennara í framhaldsskólum og Súsanna Margrét Gestsdóttir lektor við menntavísindasvið ræða við okkur um minnkandi sögukennslu í skólum og við ræðum við um sögukennslu Gunnlaug Guðjónsson um skógrækt sem tæki til kolefnisbindingar. Hann er algjörlega ósammála Jóni Gunnar Ottóssyni, sem sagði okkur um daginn að árangurinn af slíku væri stórlega ofmetinn. Og við segjum fréttir dagsins.

Om Podcasten

Róttæk samfélagsumræða. Við Rauða borðið er rætt um málefni dagsins, hagsmunamál almennings, samfélagið sem við eigum saman og hvernig við getum byggt það upp á grunni réttlætis, mannvirðingar, jöfnuðar og samkenndar.