Tveggja ríkja lausn, þingið, morðin á Sjöundá og sveltistefna

Mánudagurinn 25. mars Tveggja ríkja lausn, þingið, morðin á Sjöundá og sveltistefna. Magnús Bernharðsson prófessor ræðir hörmungarnar á Gaza og hvort nokkur von sé um frið. ÞINGIÐ - umræðuliður um pólitík og þingmál verður á sínum stað. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þinkona pírata takast á og Höskuldur Kári Schram þingfréttaritari kemur í heimsókn og ræðir breytta tíma á Alþingi. Már Jónsson sagnfræðingur ræðir morðin á Sjöundá, réttarskjölin sjálf en ekki síður af hverju við erum enn að hugsa um Steinunni og Bjarna. Sveinn Máni Jóhannesson nýdoktor ræðir svo niðurskurðarhyggju eða sveltistefnu, ekki í dag heldur fyrir hundrað árum þegar hér komst til valda ríkisstjórn sem skar gríðarlega niður ríkisútgjöld

Om Podcasten

Róttæk samfélagsumræða. Við Rauða borðið er rætt um málefni dagsins, hagsmunamál almennings, samfélagið sem við eigum saman og hvernig við getum byggt það upp á grunni réttlætis, mannvirðingar, jöfnuðar og samkenndar.