Ritskoðun, rasismi og auðlindir
Rauða borðið - Ein Podcast von Gunnar Smári Egilsson

Miðvikudagurinn 22. febrúar Endurskrif á bókum Roald Dahl hefur vakið upp mikla umræðu. Og andmæli. Þorsteinn Siglaugsson formaður Málfrelsis og Jakob Bjarnar Grétarsson blaðamaður koma að Rauða borðinu og segja skoðanir sínar á þessu. Og hvaða hættu þeir sjá í þessum aðgerðum. Tryggvi Scheving Thorsteinsson og Snorri Sturluson koma síðan að borðinu og ræða um rasisma í skólum og getuleysi kerfisins að takast á við þann vanda. Indriði H. Þorláksson fer yfir möguleika þjóðarinnar á að ná til sín arðinum af öllu auðlindunum sem hún á. Og svo segjum við fréttir dagsins.