Ritskoðun, rasismi og auðlindir

Miðvikudagurinn 22. febrúar Endurskrif á bókum Roald Dahl hefur vakið upp mikla umræðu. Og andmæli. Þorsteinn Siglaugsson formaður Málfrelsis og Jakob Bjarnar Grétarsson blaðamaður koma að Rauða borðinu og segja skoðanir sínar á þessu. Og hvaða hættu þeir sjá í þessum aðgerðum. Tryggvi Scheving Thorsteinsson og Snorri Sturluson koma síðan að borðinu og ræða um rasisma í skólum og getuleysi kerfisins að takast á við þann vanda. Indriði H. Þorláksson fer yfir möguleika þjóðarinnar á að ná til sín arðinum af öllu auðlindunum sem hún á. Og svo segjum við fréttir dagsins.

Om Podcasten

Róttæk samfélagsumræða. Við Rauða borðið er rætt um málefni dagsins, hagsmunamál almennings, samfélagið sem við eigum saman og hvernig við getum byggt það upp á grunni réttlætis, mannvirðingar, jöfnuðar og samkenndar.