Rauða borðið - Mánudagurinn 20. mars

Mánudagurinn 20. mars Verðbólga, námslán, gervigreind, Kína og Rússland Það eru víða vá í efnahags- og fjármálalífi. Þorvaldur Gylfason prófessor í hagfræði kemur að Rauða borðinu og ræðir verðbólgu og fall banka. Alexandra Ýr van Erven forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta kemur til okkar og lýsir hrörnun námslánakerfisins. Fjöldi lántakenda hefir helmingast á aðeins tíu árum. Gervigreind sem talar íslensku var frétt síðustu viku. Þórarinn Stefánsson sem þekkir vel til tækniheimsins á vesturströnd Bandaríkjanna segir okkur frá hvaða fyrirbrigði OpenAI er og hvað talandi gervigreind getur. Og hvað ekki. Þeir Pútin og Xi Jinping snæddu kvöldverð saman í kvöld og munu funda á morgun. Við fáum Val Gunnarsson Rússlandssérfræðing og Geir Sigurðsson Kínasérfræðing til að ræða þennan fund og mikilvægi hans. Og svo segjum við fréttir dagsins.

Om Podcasten

Róttæk samfélagsumræða. Við Rauða borðið er rætt um málefni dagsins, hagsmunamál almennings, samfélagið sem við eigum saman og hvernig við getum byggt það upp á grunni réttlætis, mannvirðingar, jöfnuðar og samkenndar.