Rauða borðið 9. mars

Fimmtudagurinn 9. mars Kókaínsmygl, Bandaríkin, Nató og sjúkrasaga Við reynum að skilja stóra kókaínmálið og fáum til þess tvær blaðakonur sem hafa setið yfir réttarhöldunum, þær Helenu Rós Sturludóttur á Fréttablaðinu og Margréti Björk Jónsdóttur á Vísi. Magnús Helgason kemur til okkar og reynir að skýra út stöðuna á Bandaríkjunum. Þórarinn Hjartarson er herstöðvaandstæðingur og vill Íslands úr Nató. Hann segir okkur frá sinni sín á stríðsvæðingu Nató út frá innrásinni í Úkraínu. Við heyrum síðan sjúkrasögu Kolbrúnar Ernu Pétursdóttur, kynnumst heilbrigðiskerfinu og samfélaginu út frá sjónarhóli hennar veikrar. Og við segjum fréttir dagsins.

Om Podcasten

Róttæk samfélagsumræða. Við Rauða borðið er rætt um málefni dagsins, hagsmunamál almennings, samfélagið sem við eigum saman og hvernig við getum byggt það upp á grunni réttlætis, mannvirðingar, jöfnuðar og samkenndar.