Rauða borðið 13. maí - Fordómar, njósnir, arkitektúr, fegurð, dýravernd og félagsvandi fíkniefna

Rauða borðið - Ein Podcast von Gunnar Smári Egilsson

Þriðjudagur 13. maí Fordómar, njósnir, arkitektúr, fegurð, dýravernd og félagsvandi fíkniefna Við hefjum Rauða borðið á samræðu um leigubílamálið; Íslendingur að nafni Navid Nouri segir svo komið að honum sé ekki stætt að stunda akstur leigubíls, líkt og hann hefur gert að atvinnu í nokkur ár, vegna aukinna fordóma í samfélaginu. Eiginkona Navids, Nanna Hlín Halldórsdóttir mætti með honum til Maríu Lilju. Jón Þórisson, arkitekt, segir frá stríðinu um söguskýringar á hruninu í tengslum við ásakanir á hendur sérstökum saksóknara, ræðir um njósnir og spillingu og segir okkur af samstarfi sínu við Evu Joly eftir hrun. Hildigunnur Sverrisdóttir arkitekt ræðir húsin í borginni í samtali við Björn Þorláks, um pólitík byggingarlistar, vöntun á frumkvæði og fegurð. Ágúst Ólafur Ágústsson, ritari Dýravelferðarsamtaka Íslands, mætir til Maríu Lilju og fer yfir hina meintu öfga í dýravernd. Eru öfgarnar kannski úr hinni áttinni? Við ræðum að lokum um vímuefnavandann. Erla Björg Sigurðardóttir, lektor í félagsráðgjöf og framkvæmdastýra á áfangaheimili fyrir konur, Helena Gísladóttir, dagskrárstjóri meðferðar Krýsuvíkursamtakanna og MA-nemi í félagsráðgjöf og Sara Karlsdóttir löggiltur áfengis og vímuefnaráðgjafi og dagskrárstjóri meðferðar hjá Samhjálp segja Gunnari Smára frá því hvernig félagsleg staða fólks með vímuefnaraskanir getur grafið undan möguleikum þess á bata.