Ráðherraspjall, sniðganga og kona í framboði

Ráðherraspjall, sniðganga og kona í framboði verða meðal efnis við Rauða borðið á Samstöðinni í kvöld. Tveir ráherrar ríða á vaðið í samtali við Björn Þorláksson. Guðlaugur Þór Þórðarson fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins og Lilja Dögg Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins. Auður Styrkársdóttir eftirlaunakona og Lóa Hjálmtýsdóttir koma einnig að Rauða borðinu og ræða sniðgöngu á Rapyd og Júróvision. Hver eru áhrifin á samfélagið og okkur sjálf? Í lok þáttarins kynnum við forsetaframbjóðanda til leiks, röðin er komin að Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur leikkonu.

Om Podcasten

Róttæk samfélagsumræða. Við Rauða borðið er rætt um málefni dagsins, hagsmunamál almennings, samfélagið sem við eigum saman og hvernig við getum byggt það upp á grunni réttlætis, mannvirðingar, jöfnuðar og samkenndar.