Þingið, látinn leikstjóri og leigumarkaðurinn

Mánudagurinn 18. mars Þingið, látinn leikstjóri og leigumarkaðurinn Við byrjum Rauða borðið á nýjum dagskrárlið: Þingið í umsjón Björns Þorláks. Hann fær til sín þrjá þingmenn tiil að ræða stöðuna og vikuna fram undan: Logi Einarsson frá Samfylkingu, Hanna Katrín Friðriksson frá Viðreisn og Þórarinn Ingi Pétursson frá Framsókn. Rimas Tuminas leikstjóri hafði mikil áhrif á íslensk leikhús og það fólk sem vann með honum. Leikararnir Guðrún Gísladóttir, Jóhann Sigurðsson og Hilmir Snær Guðnason og túlkurinn hans , Ásdís Þórhallsdóttir leiksviðsstjóri, minnast Rimasar við Rauða borðið en hann lést 6. mars. Í lokin kemur Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna og ræðir vonbrigði sín með kjarapakka stjórnvalda sem hann segir að muni lítið sem ekkert bæta stöðu leigjenda.

Om Podcasten

Róttæk samfélagsumræða. Við Rauða borðið er rætt um málefni dagsins, hagsmunamál almennings, samfélagið sem við eigum saman og hvernig við getum byggt það upp á grunni réttlætis, mannvirðingar, jöfnuðar og samkenndar.