Forsetaframboð, Þingið, undrabarn og færeysk tónlist

Rauða borðið, 15. apríl Forsetaframboð, Þingið, undrabarn og færeysk tónlist Þátturinn hefst með ítarlegu viðtali við Höllu Hrund Logadóttur forsetaframbjóðanda. Liðurinn ÞINGIÐ verður á sínum stað eins og alltaf á mánudögum. Andrés Ingi, Þorbjörg Sigríður og Hafdís Hrönn þingmenn ræða átakamál. Þá kemur Eva H. Önnudóttir stjórnmálafræðingur og ræðir stöðu stjórnarinnar. Færeyskar bókmenntir verða til umfjöllunar, ný bók frá vinum okkar í suðri. Og við ræðum við Daða Logason, undrabarn í stærðfræði – nema í grunnskóla sem er ekki bara langbestur í raungreinum hér á landi heldur einnig Íslandsmeistari í bardagaíþróttum.

Om Podcasten

Róttæk samfélagsumræða. Við Rauða borðið er rætt um málefni dagsins, hagsmunamál almennings, samfélagið sem við eigum saman og hvernig við getum byggt það upp á grunni réttlætis, mannvirðingar, jöfnuðar og samkenndar.