Dauði nýfrjálshyggju, hatur, Guantanamo, umhverfi og kjaraviðræður

Mánudagurinn 4. mars Dauði nýfrjálshyggju, hatur, Guantanamo, umhverfi og kjaraviðræður Þorvaldur Gylfason prófessor kemur að Rauða borðinu og segir okkar frá Joseph Stiglitz og erindi hans í Háskólanum, um dauða nýfrjálshyggjunnar og þörf fyrir nýtt stýrikerfi í samfélaginu. Atli Þór Fanndal framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International ræðir hatur og rasisma. Ögmundur Jónasson segir okkur frá Máritínumanninn Mohamedou Ould Slahi sem heldur erindi á laugardaginn og bíómyndinni sem gerð var um hann. Auður H. Ingólfsdóttir sviðstjóri hjá Umhverfisstofnun kemur að Rauða borðinu og bregst meðal annars við spurningunni hvort heimurinn sé að óbreyttu að fara til helvítis. Og Sigurður Pétursson sagnfræðingur ræðir kjaraviðræður og greinir átökin sem þar birtast.

Om Podcasten

Róttæk samfélagsumræða. Við Rauða borðið er rætt um málefni dagsins, hagsmunamál almennings, samfélagið sem við eigum saman og hvernig við getum byggt það upp á grunni réttlætis, mannvirðingar, jöfnuðar og samkenndar.