10. jan. -Heitavatnsskortur í Hveragerði, íþróttafélagsfræði, fuglaflensa o.fl.
Morgunútvarpið - Ein Podcast von RÚV
Kategorien:
Íbúar í Hveragerði hafa þurft að þola köld hús og kaldar sturtur í frostatíðinni vegna bilunar í aðalborholu bæjarins. Í kvöldfréttum í gær var rætt við íbúa og ljóst var að þetta hefur reynt á þolrifin. Pétur G. Markan, bæjarstjóri í Hveragerðisbæ, verður gestur okkar í upphafi þáttar. Íslenska karlalandsliðið í handbolta gerði gott jafntefli við Svíþjóð í fyrri æfingaleik liðanna í aðdraganda HM í gærkvöldi. Við ætlum að ræða við Viðar Halldórsson, prófessor og sérfræðing í félags- og sálfræði íþrótta, um væntingar um árangur og andlegu hliðina á stórmótum. Hverjar eru helstu leiðbeiningar til kattaeigenda vegna fuglaflensusmits sem greindist í heimilisketti á dögunum? Þóra J. Jónasdóttir fer yfir þau mál með okkur. Við höldum áfram umræðu um hugmyndir Donalds Trump um að ná yfirráðum yfir Grænlandi þegar Þórdís Ingadóttir, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík og sérfræðingur í alþjóðlegum refsirétti, kemur til okkar. Við förum síðan yfir fréttir vikunnar með fjölmiðlamanninum Birni Inga Hrafnssyni og lögmanninum Helgu Völu Helgadóttur.