Þáttur 1 - Samningurinn

Með Verbúðina á heilanum - Hlaðvarp - Ein Podcast von RÚV

Kategorien:

Jón Hjaltalín, bæjarstjóri í smábæ á Vesturlandi, og Torfi, bróðir hans, áforma að kaupa gamlan togara og hefja útgerð. Þegar bankamenn frá Reykjavík mæta á svæðið til að ganga frá samningnum kemur þó babb í bátinn. Harpa, ritari Jóns reynir hvað hún getur til að láta málin ganga upp ásamt því að láta eigið fjölskyldulíf ganga upp en maðurinn hennar Grímur, sem er líka skipstjóri, eignaðist barn utan hjónabands með konu sem heitir Tinna, sem er mætt í bæinn til að vinna í verbúðinni. Torfi drekkur sig í hel og fær hjartaáfall liggjandi ofan á Tinnu og það lítur út fyrir að samningurinn sé úti, enda Torfi lykilmaður í öllu ferlinu. Þegar allt lítur út fyrir að öll von sé úti les Harpa yfir samninginn og sér að hún og maðurinn hennar gætu stigið inn í staðinn, ásamt Einari og Freydísi vinafólki þeirra og nær loks að sannfæra bankamennina um að hleypa þeim að borðinu. Þátturinn endar svo þar sem við horfum á Grím á leið í land, þar sem Harpa og Sæunn, þriggja ára dóttir hans, standa og bíða eftir honum. Í þættinum ætlum við að tala við fjölmiðlamanninn Árna Matthíasson um hvernig það sé að vera á verðbúð, en áður en við ferðumst með honum aftur í tímann langaði mig að skyggnast aðeins á bakvið tjöldin við gerð Verbúðarinnar og fékk ég til mín búningahönnuði þáttana, þær Margréti Einarsdóttur og Rebekku Jónsdóttur til að tala aðeins við mig um hvernig það var að búa til þennan heim.