Sjöundi þáttur - Íþróttamaðurinn og dauðinn

Í sjöunda þætti Markmannshanskanna hans Alberts Camus fjallar Guðmundur Björn Þorbjörnsson um dauðann, og að sjálfsögðu í tengslum við íþróttir og íþróttamanninn. Það er ýmislegt við dauða íþróttamannsins sem gæti skerpt sýn okkar á íþróttamanninn sjálfan, hvaða hugmyndir við gerum um hann og hvaða væntingar við höfum til hans. Og dauði þeirra kann að opinbera okkur stærri sannleika um okkur sjálf. Rætt er við Loga Gunnarsson, landsliðsmann í körfubolta og Hafrúnu Kristjánsdóttur íþróttasálfræðing.

Om Podcasten

Dóp, heimspeki, Guð, vonbrigði, fagurfræði og furðufuglar - öllu þessu fáum við að kynnast þegar skyggnst er bak við tjöldin í heimi íþróttanna og íþróttamaðurinn og líf hans er skoðað frá öðru sjónarhorni en við gerum venjulega. Umsjón: Guðmundur Björn Þorbjörnsson.