Sjötti þáttur - Af hverju spila hommar ekki fótbolta?

Í sjötta þætti Markmannshanskanna hans Alberts Camus er fjallað um það hvers vegna hommar spila ekki fótbolta. Vissulega spila jú einhverjir hommar fótbolta - en þeir eru ekkert sérstaklega góðir í fótbolta, eða ná neitt sérstaklega langt ef litið er á hreina og beina tölfræði. Sem er áhugavert, því í hinum vestræna heimi eiga samkynhneigðir karlmenn, yfirleitt, völ á því að lifa að öllu leyti sambærilegu lífi og gagnkynhneigðir; njótu sömu réttinda og fá sömu tækifæri. En innan heims atvinnuknattspyrnunnar finnast þeir varla. Rætt er við Eddu Garðarsdóttur, fyrrum landsliðskonu í fótbolta og Sigríði Ásgeirsdóttur menningarfræðing. Umsjónarmaður er Guðmundur Björn Þorbjörnsson. Tæknimenn þáttarins eru Kolbeinn Soffíuson og Hrafnkell Sigurðsson, lesari er Guðni Tómasson.

Om Podcasten

Dóp, heimspeki, Guð, vonbrigði, fagurfræði og furðufuglar - öllu þessu fáum við að kynnast þegar skyggnst er bak við tjöldin í heimi íþróttanna og íþróttamaðurinn og líf hans er skoðað frá öðru sjónarhorni en við gerum venjulega. Umsjón: Guðmundur Björn Þorbjörnsson.