Þriðji þáttur - Þegar hlutirnir ganga ekki upp

Í þriðja þætti Markmannshanskanna hans Albert Camus er fjallað um það þegar hlutirnir ganga ekki upp. Þegar loforðin rætast ekki, og fyrirheitin bregðast. Í þættinum ræðir Guðmundur Björn Þorbjörnsson við körfuboltamanninn Pavel Ermolinskij og knattspyrnumanninn Ingólf Sigurðsson. Ferlar þeirra Pavels og Ingólfs eru ólíkir, rétt eins og mennirnir sjálfir. Og sýn þeirra á eigin feril er sömuleiðis ólík.

Om Podcasten

Dóp, heimspeki, Guð, vonbrigði, fagurfræði og furðufuglar - öllu þessu fáum við að kynnast þegar skyggnst er bak við tjöldin í heimi íþróttanna og íþróttamaðurinn og líf hans er skoðað frá öðru sjónarhorni en við gerum venjulega. Umsjón: Guðmundur Björn Þorbjörnsson.