Fyrsti þáttur - Ólafur Stefánsson og mýtan um áhugaverða íþróttamannin
Markmannshanskarnir hans Alberts Camus - Ein Podcast von RÚV

Kategorien:
Í fyrsta þætti Markmannshanskanna hans Albert Camus veltir Guðmundur Björn Þorbjörnsson því fyrir sér af hverju óhefðbundnir íþróttamenn vekja eftirtekt. Hvað er svona aðlaðandi við vínrækt Andrea Pirlo, áhugaleysi Björns Bergmanns á fótbolta og kosmólógíu Kyrie Irving? Ólafur Stefánsson, fyrrum handboltamaður og einn allra óhefðbundnasti íþróttamaður íslenskrar íþróttasögu, ræðir við Guðmund Björn um hliðarnarratíf íþróttamannsins, sjálfsmynd hans og hvað hann hræðist, og hvort heimspekin geti hjálpað honum að lengra. Umsjón: Guðmundur Björn Þorbjörnsson.