Þeir sem sá með tárum

Eftir þrjátíu ára eyðimerkurgöngu er Liverpool enskur meistari í fótbolta. Að baki þeim mikla sársauka sem fótum troðnir stuðningsmenn Liverpool hafa þurft að þola, liggur dýpri merking um þjáningu hins réttláta, hlutverk mannsins sem „lúsers", og um Guð sem felur sig. Í sérstökum aukaþætti Markmannshanskana hans Alberts Camus fjallar Guðmundur Björn Þorbjörnsson um það ægilega hlutskipti að halda með Liverpool, og hvort að maðurinn vilji nokkuð, að draumar hans rætist.

Om Podcasten

Dóp, heimspeki, Guð, vonbrigði, fagurfræði og furðufuglar - öllu þessu fáum við að kynnast þegar skyggnst er bak við tjöldin í heimi íþróttanna og íþróttamaðurinn og líf hans er skoðað frá öðru sjónarhorni en við gerum venjulega. Umsjón: Guðmundur Björn Þorbjörnsson.