Annar þáttur - Stalst í kirkju fyrir leikinn gegn Króötum

Í öðrum þætti þáttaraðarinnar Markmannshanskarnir hans Albert Camus ræðir Guðmundur Björn Þorbjörnsson við knattspyrnumaninn Emil Hallfreðsson um trú og samband íþróttamannsins við Guð, hvort Guð skipti sér á annað borð af íþróttaleikjum og hvort það stoði nokkuð að leita til Guðs, þegar það eru 20 metrar á sekúndu og þið eruð einum manni færri. Í þættinum er einnig rætt um muninn á því að vera trúaður íþróttamaður í Bandaríkjunum eða Suður-Ameríku, og á hinu guðlausa Íslandi. Við heyrum í Tim Teabow og Lebron James og kíkjum í Vatíkanið til að rifja upp þegar Emil knúsaði páfann, að hætti hafnfirskra hvítasunnumanna. Umsjónarmaður er Guðmundur Björn Þorbjörnsson. Tæknimaður er Hrafnkell Sigurðsson.

Om Podcasten

Dóp, heimspeki, Guð, vonbrigði, fagurfræði og furðufuglar - öllu þessu fáum við að kynnast þegar skyggnst er bak við tjöldin í heimi íþróttanna og íþróttamaðurinn og líf hans er skoðað frá öðru sjónarhorni en við gerum venjulega. Umsjón: Guðmundur Björn Þorbjörnsson.