Minningartónleikar, veðurspjall og ellefu ára einsöngvari í Hörpu

Mannlegi þátturinn - Ein Podcast von RÚV

Podcast artwork

Þann 24.ágúst 2023 hefði Bjarki Friðriksson orðið fimmtugur, en hann lést tæplega tvítugur skyndilega úr heilahimnubólgu árið 1993. Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, systir Bjarka, ætlar að minnast hans með tónleikum á sunnudaginn og Karl Olgeirsson mun spila á Bjarkann, hammondorgel sem safnað var fyrir árið 2018 með dyggri aðstoð góðra vina. Hammondið á sér varanlegan stað í Hörpu. Allur ágóði tónleikanna mun renna til málefna sem styðja við ungt fólk sem þarf aðstoð við að vinna sig úr áföllum. Við ræddum við Siggu Eyrúnu í þættinum í dag. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur kom til okkar í sitt vikulega veðurspjall í dag. Við ræddum við Elínu um til dæmis nöfn á stormum og veðurkerfum og sjaldgæf veðurskil. Við fengum svo í heimsókn Jóhannes Jökul Zimsen, ellefu ára dreng sem er að fara að syngja einsöng í Eldborgarsal Hörpu á sunnudaginn. Með honum kom Bjarni Frímann Bjarnason, kórstjóri Mótettukórsins. Jóhannes Jökull mun syngja á hebresku í Chichester sálmum Leonards Bernstein og þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann stendur á sviði Eldborgar. Tónlist í þætti dagsins: Landgangur / Ragnheiður Gröndal (Ragnheiður Gröndal og Hallgrímur Helgason) Nothing compares to you/Sinéd O?Connor (Prince Roger Nelson) Í fylgsnum hjartans / Stefán Hilmarsson (Stefán Hilmarsson og Ástvaldur Traustason) Hamingjan / Björgvin Halldórsson (Bob Merrill & Þorsteinn Eggertsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON