#12 Andrea Ævarsdóttir - Mini-Hjáveita - "...og svo segir ein þeirra: 'Við eigum því miður ekkert í þinni stærð.' Ég var 16 ára!"

Andrea Ævarsdóttir er bókasafns- og upplýsingafræðingur og allskonar-nörd eins og hún segir sjálf. Hún hafði velt fyrir sér magahjáveitu í yfir 20 ár en taldi þetta ekki vera lausnina fyrir sig, var hrædd við svona aðgerð. Það er síðan í desember 2019 þegar hún stendur á stórum palli úti í Gvatemala að hún fær hugljómun: „Þú verður að fara í þessa aðgerð, þú ert ekki að ráða við þetta án aðstoðar“. Hún lendir á Íslandi 19. des og er floginn út til Eistlands í aðgerð 12. janúar. Andrea lítur björtum augum á framtíðina og sér ekki eftir neinu. Hægt er að fylgja Andreu á Instagram: andrea_wins_at_life

Om Podcasten

Litli mallakúturinn eru hlaðvarpsþættir í umsjón Gunnars Ásgeirssonar þar sem rætt er við fólk sem hefur gengist undir aðgerðir á maga vegna offitu (Hjáveita, ermi eða magaband) Vilt þú segja þína sögu í þættinum? Endilega hafðu samband á netfangið [email protected]