#11 Ásgerður Arnardóttir - Magaermi - "Ég ligg bara hérna ber á borðinu eins og Jesú með blóð í annan handlegginn og næringu í hinn."

„Ég ligg bara hérna ber á borðinu eins og Jesú með blóð í annan handlegginn og næringu í hinn. Og þá bara dett ég út aftur…“ Þetta er ekki venjubundin upplifun sem fólk sem gengst undir efnaskiptaaðgerðir verður fyrir á skurðstofunni en það var nú samt raunin í tilviki Ásgerðar Arnadóttur þegar hún fór á eigin vegum til Póllands í magaermi í febrúar árið 2023. Aðgerðin gekk ekki vel og missti hún t.a.m. miltað í aðgerðinni. Tveimur vikum eftir heimkomu til Íslands fór Ásgerður að veikjast. Ásgerður Arnardóttir segir okkur sögu sína í þessum þætti.

Om Podcasten

Litli mallakúturinn eru hlaðvarpsþættir í umsjón Gunnars Ásgeirssonar þar sem rætt er við fólk sem hefur gengist undir aðgerðir á maga vegna offitu (Hjáveita, ermi eða magaband) Vilt þú segja þína sögu í þættinum? Endilega hafðu samband á netfangið [email protected]