Sóley Kristjánsdóttir

Leikfangavélin - Ein Podcast von Atli Hergeirsson

Kategorien:

Sóley Kristjánsdóttir eða DJ Sóley er algjör nagli sem kallar hreint alls ekki allt ömmu sína. Hún er í þotuliðinu má segja og er með þekktustu plötusnúðum landsins. Hún er fyrrverandi fyrirsæta, sjónvarpskona og útvarpskona svo eitthvað sé nefnt. Hún er nokkuð gömul sál og kann að fara með lengri ljóð en flestir og það á afar faglegan hátt. Hún elskar að vinna í garðinum sínum og hlustar á sinfóníur heima við á milli þess sem hún sinnir fjölskyldu sinni eða hænunum sínum. Sóley er jákvæð, hress og skemmtileg manneskja sem hefur gaman að lífinu sem hefur þó ekki alltaf leikið við hana. Unglingsárin, fyrirsætustörfin hér heima og erlendis, upphaf DJ Sóleyjar, árin í útvarpinu og á Skjá Einum ásamt hestamennskunni, framboðunum, veikindunum sínum og mun fleiru til í þessum skemmilega þætti.


See acast.com/privacy for privacy and opt-out information.